Hlaupum fyrir frið!

Peace Run Team Ny Austrian Forest Schools5 Indonesia Runners

Næstu viðburðir:

Friðarhlaupið verður með nokkra viðburði í ár

Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið stefnir að því að vera með nokkra viðburði í ár. Ekki er enn komin dagskrá fyrir alla viðburðina, því margir þeirra eru enn í mótun.

Nánari upplýsingar: Torfi Leósson í s.697-3974.


Um okkur

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.

Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.

Yfir 100 lönd taka þátt í ár í öllum heimsálfum.


Skólahlaup

Á hverju ári heimsækir Friðarhlaupið ótölulegan fjölda skóla í yfir 100 löndum. Öll börn sem hlaupið heimsækir fá að halda á Friðarkyndlinum og verða þar með fullgildir meðlimir í Friðarhlaupsliðinu.


Söngur Friðarhlaupsins

Hlustið á söng Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupsins. meira »


Hlaupið í kringum landið

 Árið 2013 var hlaupið um allt Ísland í 3 vikur.  Þúsundir manna á öllum aldri tóku þátt. Plantað var friðartrjám í nær öllum sveitarfélögum landsins. 

Frá 2005-2012 var Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run þekkt undir nafninu World Harmony Run.  Smellið hér til að fara inn á heimasíðu World Harmony Run Íslandi og lesa þar fréttir af fyrri Friðarhlaupum. 

Latest reports from Iceland - 2024

view all

Latest reports - around the world:

view all