Friðarhlaupslög

Peace Run Team Ny Austrian Forest Schools5 Indonesia Runners

Sri Chinmoy, stofnandi Friðarhlaupsins, samdi söng Friðarhlaupsins og söng Vináttuhlaupsins. Þó að við leggjum aðaláhersluna á að hlaupa, þá er það líka afskaplega gefandi að syngja þessi lög, enda má segja að þau kalli fram anda Friðarhlaupsins.

Ykkur er velkomið að útsetja lögin og flytja þau til að taka á móti friðarhlaupurunum þegar þau koma í skólann ykkar eða einhvern annan viðburð sem þið takið þátt í að skipuleggja.

Friðarhlaupslagið

Friðarhlaupslagið var samið af Sri Chinmoy árið 1991 og dregur saman í eitt lag boðskap hlaupsins: um einingu, gleði og hvernig allir jarðarbúar geta lifað saman í sátt og samlyndi eins og ein stór fjölskylda.

hlaða niður nótunum


Vináttuhlaupslagið

Sri Chinmoy samdi þetta lag árið 2005, sem er stutt, einfalt og grípandi og sem krakkar hafa sérstaklega gaman af að syngja með okkur.  Friðarhlaupið hefur þróað ýmiss konar hreyfingar, nokkurs konar látbragðsleik, sem krakkar geta farið í með okkur þegar við syngjum lagið og gefur þeim þá tilfinningu að þau séu að hlaupa með okkur.

Hljóðupptakan hér að ofan er frá fyrstu útsetningu Vináttuhlaupslagsins, sem gerð var nánast strax eftir að það var samið. Sri Chinmoy hvatti til að lagið væri flutt á fjörugan og kraftmikinn hátt, til dæmis með því að blístra.

hlaða niður nótunum


Útsetningar

Hér eru nokkrar útsetningar á Friðarhlaups- og Vináttuhlaupslaginu í gegnum tíðina - ef til vill getið þið fengið einhverjar hugmyndir hér fyrir ykkar eigin útsetningu. 

Nemendur í Burundi

Nemendur í afríska lýðveldinu  Burundi radda Friðarhlaupslagið skemmtilega í flutningi sínum.

Ungmennakór Íbúðastofnunar New York

Útsetning á Vináttuhlaupslaginu, flutt við heimsopnun Friðarhlaupsins í New York.

Friðarhlaupstónverk - blandað

Þetta tónverk, sem útsett er af Paree Atkin og flutt af kór Friðarhlaupsins, blandar saman Friðarhlaups- og Vináttuhlaupslögunum, sem samin eru af Sri Chinmoy, auk þess að heiðra upphaflega Friðarhlaupslagið, sem samið var af Narada Michael Walden (sjá hér að neðan).

Útsetning án söngs - fiðla, víóla, selló

Útsetning Shamitu Achenbach frá Vínarborg á Friðarhlaupslagi Sri Chinmoys með hætti klassískrar tónlistar og flutt af fjölskyldu hennar, sem öll eru klassískt menntaðir hljóðfæraleikar.


Fleiri Friðarlög!

Upphaflega Friðarhlaupslagið

Lag þetta var samið fyrir upphaflega Friðarhlaupið árið 1987 af Grammy verðlaunahafanum Narada Michael Walden (sem sést hér halda á friðarkyndlinum og medalíunni "kyndilberi friðar"). Þetta lag var Friðarhlaupslagið okkar, þar til Sri Chinmoy samdi opinbera Friðarhlaupslagið árið 1991.

Fleiri lög um frið eftir Sri Chinmoy

Fyrir utan lögin tvö sem minnst er á hér að ofan, samdi Sri Chinmoy mörg önnur falleg lög um frið sem hafa verið útsett fyrir söng og kóra, svo sem þessi tvö lög:  - A New World of Peace og A Moment's Truth.

Hlaða niður nótunum

Þessi flutningur á A Moment's Truth var útsettur af austurríska tónlistarmanninum Parichayaka Hammerl.

Latest reports from Iceland - 2023

view all

Latest reports - around the world:

view all