júlí 12, 2015 Live from the road

Mývatn - Akureyri

Reported by Salil Wilson 109.0 km

Today our team shrunk down to only six intrepid runners.

Í dag fækkaði liðinu okkar niður í sex manns.

As you can see it was a little wet.

Eins og sjá má, þá var frekar blautt.

Never the less the women's team was all smiles.

Samt sem áður, þá brostu konurnar í liðinu.

Today was Neelabha's last day. She has been with us since the beginning and we're very sad to see her go. Especially her enthusiasm for cooking and providing all sorts of delicious morsels for the team.

Í dag var síðasti dagur Neelöbhu. Hún hefur verið með okkur frá upphafi hlaupsins og okkur þykir leitt að sjá á eftir henni. Ekki síst munum við sakna matargerðar hennar og kökubaksturs.

Running by lake Mývatn was like being in another world. It is a huge expanse of lava fields covered in moss with lots of crystal clear lakes and ponds interspersed throughout.

Að hlaupa meðfram Mývatni var eins og að vera staddur í öðrum heimi, með mosavaxið hraun, tærar tjarnir og stöðuvatn allt um kring.

To our left was a perfectly formed volcanoe cone.

Hér gefur að líta hið fullkomna eldfjallsútlit.

Our first event of the day was in Laugar. This gentleman was from Spain and was delighted to hold the torch.

Fyrsti fundur okkar var í Laugum. Þessi herramaður er frá Spáni og var mjög áhugasamur um að halda á Friðarkyndlinum.

Þórir brought his family out and then ran a few kilometers with us.

Þórir kom með fjölskylduna og hljóp síðan nokkra km með okkur.

We had some big hills today.

Nokkrar ágætar brekkur urðu á vegi okkar í dag.

Vasko was a little injured and could only run downhill or on the flat. I know that sounds slightly suspect but that was his story and he was sticking to it.

Vasko var dálítið illt og gat aðeins hlaupið á flötum vegi eða niður brekku. Hljómar grunsamlega, en þetta er eiðsvarinn framburður hans!

An Icelandic delicacy for lunch - chocolate covered rice cakes.

Hrískökurnar komnar aftur á kreik.

We ran right by Goðafoss - a series of very impressive water falls.

Við hlupum framhjá Goðafossi.

While we were at Goðafoss we met Steve Olson and Lauren Fowler from North Carolina and Lauren thought she strike an appropriate yoga pose.

Þegar við vorum við Goðafoss rákumst við á Steve Olson og Lauren Fowler frá Norður-Karólínu og Lauren sýndi okkur jógastöðu með Friðarkyndilinn.

Today was a very calm day with hardly any wind. It was also reasonably warm.

Rokið lét okkur í friði í dag, auk þess sem hitastigið var með ágætum.

Today was Vasko's last day - thanks for coming.

Þetta var síðasti dagur Vasko - kærar þakkir fyrir að hlaupa með okkur!

We bumped into Santa by the road side.

Við rákumst á jólasveininn.

Pierre knocked out 20 kms today barely breaking a sweat.

Pierre hljóp sína 20km og virtist lítið hafa fyrir því.

As we came over the last pass to Akureyri we were stunned by the beauty of the fjord.

Er við komum yfir Víkurskarð, urðum við dolfallin yfir fegurð Eyjafjarðar.

Ashadeep and Edyta joined us late in the afternoon and were straight into the running.

Ashadeep og Edyta bættust í hópinn um eftirmiðdaginn og byrjuðu strax að hlaupa.

We had dinner at the house of Hrefna and Gauti, Suren's aunt and husband - it was really nice to be in someones home and being fed.

Við fengum að borða hjá Gauta og Hrefnu, föðursystur Surens. Það var indælt að fá að koma í heimsókn og fá mat.

Torch carried by
Neelabha Šenkýřová (Czech Republic), Pierre Lantuas (France), Salil Wilson (Australia), Suren Suballabhason (Iceland), Vasko Jovanov (North Macedonia), Zuzana Klásková (Czech Republic).  
Photographers
Pierre Lantuas, Salil Wilson, Vasko Jovanov
The torch has travelled 109.0 km from Mývatn to Akureyri.

Latest reports from Iceland - 2024

view all

Latest reports - around the world:

view all