jan. 21, 2018 Live from the road

Reykjavík

Reported by Suren Suballabhason 1.0 km

On your marks, get set, go!

Viðbúin, tilbúin, nú!

Run!

Hlaupið!

And run for peace!

Og hlaupið fyrir frið!

Today the Peace Run visited the indoor track meet, Stórmót ÍR, for the third year in a row.

Í dag heimsótti Friðarhlaupið Stórmót ÍR, þriðja árið í röð.

Every year we run one loop on the track for peace and invite participants, spectators and the staff to join us.

Á hverju ári hlaupum við einn friðarhring og bjóðum keppendum, áhorfendum og starfsfólki að hlaupa með.

We could feel as we ran that more and more people joined us, and eventually we had a big crowd of happy runners.

Við tókum eftir því að fleira fólk bættist við eftir því sem á leið hlaupið og að lokum var kominn töluverður fjöldi af brosandi hlaupurum.

An interesting fact: This young man, Kristján Viggó Sigfinnsson, 15, set a national record in high jump in his age group, 2,01 metres - which really is world class.

Athyglisverð staðreynd: Þessi ungi maður, Kristján Viggó Sigfinnsson, 15 ára, setti Íslandsmet í sínum aldursflokki í hástökki, 2,01 m - sem er alveg í heimsklassa.

His first two attempts at that height were unsuccessful and then he took a break while we ran the peace loop. In his third and last attempt he was successful - perhaps the energy from the Peace Run gave him the little extra boost that he needed?

Honum tókst ekki að komast yfir þessa hæð í fyrstu tveimur tilraunum sínum og svo var hvíld hjá honum á meðan við hlupum friðarhringinn. Það var svo í þriðju og síðustu tilraun sinni, eftir friðarhringinn, sem hann náði stökkinu. Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að stemningin úr friðarhlaupinu hafi veitt honum þessa litlu auka orku sem þurfti?

Here on the right is the young Kristján's coach, Kári Jónsson. Mr. Jónsson is also an old friend of the Peace Run's in his capacity as the Sports Director for the municipality of Garðabær.

Hægra megin á þessari mynd er Kári Jónsson, þjálfari Kristjáns og gamall vinur Friðarhlaupsins í hlutverki sínu sem íþróttafulltrúi Garðabæjar.

As you can see, we had Peace Runners of all ages!

EIns og sjá má voru friðarhlaupararnir af öllum stærðum og gerðum.

After we had finished the peace loop, we invited everyone to hold the Torch and make a wish for peace.

Eftir að við höfðum hlaupið friðarhring, buðum við viðstöddum að halda á friðarkyndlinum og leggja fram sína hljóðu ósk um frið.

Pictured here is legendary runner Martha Ernstdóttir, who still holds the national female record for every distance from 5k to a full marathon.

Martha Ernstdóttir heldur á kyndlinum, en hún á Íslandsmet kvenna í öllum vegalengdum frá og með 5km til og með heilu maraþoni.

We also had the opportunity to hand out our 30th anniversary Peace Run brochure.

Við notuðum einnig tækifærið til að gefa viðstöddum 30 ára afmælisbæklings Friðarhlaupsins sem við létum gera í fyrra.

Torch carried by
amarilla berenyi (Hungary), anastasiia konova (Ukraine), Chahida Hammerl (Iceland), Hristo Hristov (Bulgaria), Laufey Haraldsdottir (Iceland), Suren Suballabhason (Iceland), Vasko Jovanov (North Macedonia), Zsofia Nagy (Hungary).  
Photographers
Hristo Hristov, Vasko Jovanov
The torch has travelled 1.0 km in Reykjavík.

Latest reports from Iceland - 2023

view all

Latest reports - around the world:

view all