
After our busy day in the city yesterday, today is a day for nature. We are joining our distant friends, the virtual team, in running from Mosfellsbær to Borgarnes, and our section is along the fjord Hvalfjörður.
Eftir hinn annasama gærdag í Reykjavík, er komið að því að hlaupa í óspilltri náttúrunni. Við tökum höndum (eða fótum?) saman með fjarlægu vinum okkar í fjarhlaupaliðinu og hlaupum frá Mosfellsbæ að Borgarnesi. Það kom í okkar hlut að hlaupa eftir Hvalfirðinum inn að Botni.