Í dag, 18. júní, standa Bessastaðir opnir fyrir gesti og gangandi og forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson tekur á móti öllum sem koma.
Forsetinn var einstaklega gjafmildur á tímann sinn og taldi það ekki eftir sér að standa í 3 klukkutíma í rigningunni; sagðist svo ætla að skella sér í heita pottinn eftir á! Allir sem vildu ná af honum tali fengu áhugasöm svör frá forsetanum, sem er sannkallaður forseti fólksins! Hann er hér á mynd ásamt 3 ungum friðarsinnum og meðlim úr Friðarhlaupsliðinu.
Returning to one-page view...