Um okkur

Peace Run Team Ny Austrian Forest Schools5 Indonesia Runners

Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupið er hnattrænt kyndilboðhlaup sem sameinar fólk af öllum heimshornum í leitinni að friði.

Friðarhlaupið hefur, frá því það hófst árið 1987, heimsótt nánast hvert einasta land heimsins, eða 150 lönd og sjálfsstjórnarsvæði í allt, og komið við líf milljóna manna.

Hvernig það fer fram   skipulag   hafðu samband

Við erum öll eins og systur og bræður í fjölskyldu heimsins. Markmið Friðarhlaupsins er að styðja við leit mannsins að frið, sátt og samlyndi í heiminum og þess vegna hlaupum við saman. 

Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Tilgangur hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður hefst í hjarta hvers og eins.

Hvernig fer það fram?

Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Hlaupararnir halda á logandi friðarkyndlinum sem látinn er ganga manna á milli er Friðarhlaupið ferðast land úr landi.

Að hlaupa með friðarkyndilinn er sérstök upplifun, sem gerir frið áþreifanlegri, kraftmeiri og uppfyllandi, og skapar þá tilfinningu að friður geti orðið að veruleika. Hundruðir þúsunda einstaklinga hafa öðlast þessa reynslu, allt frá skólabörnum að þjóðarleiðtogum.

Skoðið bæklinginn okkar

Stofnandi - Sri Chinmoy

Fjölmargir, í krafti samúðar og væntunþykju sinnar kalla mig mann friðar.... ég lít á mig sem nemanda friðar, ekki mann friðar — og „friðflytjandi“ er langt handan þess sem ég get ímyndað mér. Sá sem vill læra þarf að vera nemandi. Ef ég get ávallt verið nemandi friðar, verð ég hamingjusamasti og stoltasti maður í heimi. Það er einungis nemandinn sem lærir. Hann stendur frammi fyrir hafsjó fróðleiksins og hafsjó friðarins, hafsjó friðarins.

Sri Chinmoy

Störf Sri Chinmoys í þágu friðar spönnuðu fimm áratugi og fyrir þau hlaut hann viðurkenningu fá fólki eins og Mikhail Gorbachev, Nelson Mandela og Móður Teresu.

Árið 1970 hóf hann að leiða friðarhugleiðslur tvisvar í viku fyrir erindreka og starfsfólk Sameinuðu Þjóðanna, að ósk  U Thant, þáverandi aðalritara SÞ, sem Sri Chinmoy hélt áfram þar til hann lést árið 2007.

Sri Chinmoy var íþróttamaður, skáld, tónlistarmaður, heimspekingur og myndlistarmaður og sýndi með lífi sínu að allir þessir þættir gætu leikið stórt hlutverk í leitinni að friði. Hann stóð að fjölmörgum viðburðum og verkefnum í þágu friðar, en Friðarhlaupið, sem hann stofnaði árið 1987, var stærst þeirra allra.

meira um Sri Chinmoy


Friðarhlaupsliðið

Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið er að öllu leyti skipulagt af sjálfboðaliðum og hlaupararnir í alþjóðlega liðinu sem fylgir kyndlinum, eru víðsvegar að úr heiminum, á öllum aldri og af öllum stéttum og stigum. Þau taka sér einfaldlega frí frá vinnu eða skóla til að taka þátt.

kynnist liðinu

Skipulag Friðarhlaupsins

Höfuðstöðvar Friðarhlaupsins eru í New York, en viðburðir okkar um allan heim eru skipulagðir af einstaklingum í því landi, eða einstaklingum með tengsl við það land.

 Friðarhlaupsviðburðir eru mestmegnis skipulagðir í samstarfi við skóla, félagasamtök, íþróttafélög og sveitar- og ríkisstjórnir. 

hafðu samband

Latest reports from Iceland - 2024

view all

Latest reports - around the world:

view all