3월 6, 2021 Live from the road

Reykjavík

Reported by Suren Suballabhason 1.0 km

Today, March 6, is a significant day in the history of the Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run, for on this day in 2003, our founder Sri Chinmoy lifted members of the Icelandic Parliament, Alþingi, who had nominated him for the Nobel Peace Prize.

Dagurinn í dag, 6. mars, er þýðingarmikill dagur í sögu Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupsins, því að á þessum degi árið 2003 lyfti Sri Chinmoy íslenskum þingmönnum sem höfðu tilnefnt hann til friðarverðlauna Nóbels.

Sri Chinmoy is here pictured lifting MP Guðrún Ögmundsdóttir in 2003, who made the following comment about Sri Chinmoy as she was leaving: "He is so beautiful!"

Sri Chinmoy lyftir hér Guðrúnu Ögmundsdóttur árið 2003, en hún lét eftirfarandi orð falla um Sri Chinmoy er hún var að kveðja: "Hann er svo fallegur!"

But, now we are getting ahead of ourselves! Today we started by the Peace Tree in Reykjavík, which the Mayor planted with the Peace Run in 2013.

Meira um viðburðina 2003 síðar! Við hófum daginn við friðartré Reykjavíkur, sem borgarstjóri plantaði með Friðarhlaupinu árið 2013.

From the Peace Tree, it is a short trip to Reykjavík City Hall, our second significant stop of the day.

Frá friðartrénu er aðeins spölkorn að Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem við gerðum stuttan stans.

In 2003, Sri Chinmoy was able to reconnect with and lift some old friends, such as Member of Parliament Hjálmar Árnason...

Árið 2003 hafði Sri Chinmoy tækifæri til að tengjast á ný og lyfta gömlum vinum, svo sem þingmanninum Hjálmari Árnasyni...

...and former Prime Minister Steingrímur Hermannsson, who Sri Chinmoy first lifted in 1989 at the opening ceremony of the Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run in Iceland. That lift in 1989 is still widely remembered in Iceland.

...og Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra, sem Sri Chinmoy lyfti fyrst við setningarathöfn íslenska Friðarhlaupsins árið 1989. Þegar Sri Chinmoy lyfti Steingrími árið 1989 er nokkuð sem fólk man almennt vel eftir.

From the City Hall it is just a short distance to Alþingi, the Icelandic Parliament, since, well, most distances are rather short in Iceland.

Frá Ráðhúsinu er stutt yfir að Alþingi eins og allir vita.

Facing Alþingi is the statue of Jón Sigurðsson, the foremost hero of Iceland's Independence Movement. When Iceland became independent in 1944, it was decided to do so on his birthday.

Friðarhlaupsliðið við styttuna af Jóni Sigurðssyni, sem er beint á móti Alþingi eins og flestir vita.

Leading the group of parliamentarians who nominated Sri Chinmoy for the Nobel Peace Prize was the then president of Alþingi, Halldór Blöndal, seen here lifted with his wife Kristrún Eymundsdóttir in 2003.

Í fararbroddi þingmannanna sem tilnefndu Sri Chinmoy til friðarverðlaunanna var þáverandi forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sem er hér lyft ásamt konu sinni Kristrúnu Eymundsdóttur árið 2003.

The majority of the members of Alþingi nominated Sri Chinmoy for the Nobel Peace Prize for several years in a row, and Halldór's name was always at the top of the list.

Meirihluti alþingismanna tilnefndu Sri Chinmoy til friðarverðlaunanna ár eftir ár og ávallt var nafn Halldórs efst á blaði.

Arriving at our final destination today: Hótel Borg, the venue where the lifting function took place in 2003. We feel privileged to honour this significant event and invigorated to have reconnected with it. As we leave the scene, inspired, to catch up with our busy lives, let us end with a picture of...

Að síðustu erum við komin að Hótel Borg, þar sem Sri Chinmoy lyfti alþingismönnunum árið 2003. Það eru forréttindi að fá að heiðra þennan þýðingarmikla viðburð og það hefur verið sannkölluð innspýting jákvæðrar orku að endurnýja tengslin við hann. Að endingu, á sama tíma og friðarhlaupsliðið segir það gott í dag og heldur á vit daglega amstursins, leyfum okkur að enda á mynd af...

...Sri Chinmoy as he arrives for the 2003 lifting event.

...Sri Chinmoy, er hann kemur að Hótel Borg árið 2003.

Torch carried by
Cristian Neciov (Romania), Danival Toffolo (Iceland), Estela Garcia (Spain), Nirbhasa Magee (Ireland), Roxana Magdici (Romania), Suballabha Torfason (Iceland), Suren Suballabhason (Iceland), Vasuprada Funk (Germany).  
Photographers
Cristian Neciov, Estela Garcia, Roxana Magdici, Suballabha Torfason, Vasuprada Funk
The torch has travelled 1.0 km in Reykjavík.

Latest reports from Iceland - 2023

view all

Latest reports - around the world:

view all